*

miðvikudagur, 17. júlí 2019
Erlent 5. september 2018 13:40

Goldman hættir við áform um rafmyntaviðskipti

Bandaríski bankinn Goldman Sachs Inc. hyggst hætta við áform sín um að opna fyrir möguleika á viðskiptum með rafmyntir.

Ritstjórn
Höfuðstöðvar Goldman Sachs í New York.

Bandaríski bankinn Goldman Sachs Inc. hyggst hætta við áform sín um að opna fyrir möguleika á viðskiptum með rafmyntir, þar sem regluverk um viðskipti með slíkar myntir er afar óljóst. Þetta kemur fram í frétt á Reuters.

Framkvæmdastjórar bankans hafa komist að þeirri niðurstöðu að margt þurfi að breytast sem bankinn sjálfur hafi enga stjórn á áður en bankinn geti tekið þátt í þessari þróun. 

Bankar á Wall Street hafa verið að áforma að hefja viðskipti með rafmyntina þegar verðið á rafmyntinni Bitcoin náði hæstu hæðum og fór upp í 16.000 dollara í desember síðastliðnum.  

Verðbréfaeftirlit Bandaríkjanna varaði við því á síðasta ári að sumar úthlutanir á rafmyntinni (e. initial coin offerings) og önnur viðskipti með myntina gætu mögulega talist til verðbréfaviðskipta og þurfi þar með að lúta lögum um verðbréfaviðskipti. 

Stikkorð: Goldman Sachs
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is