*

þriðjudagur, 25. júní 2019
Erlent 22. febrúar 2018 17:18

Goldman hyggst kaupa fjárfestingafélög

Goldman Sachs hefur safnað um 250 milljörðum til þess að kaupa sjálfstæð fjárfestingafélög.

Ritstjórn
Lloyd Blankfein, stjórnarformaður og forstjóri Goldman Sachs.

Bandaríski fjárfestingarbankinn Goldman Sachs hefur safnað 2,5 milljörðum dala sem samsvarar um 250 milljörðum íslenskra króna til kaupa á sjálfstæðum fjárfestingarfélögum (e. private-equity firms). The Wall Street Journal greinir frá.

Slík félög hafa átt miklum vinsældum að fagna á síðustu árum en lífeyrissjóðir og aðrir fagfjárfestar hafa á undanförnum sett háar upphæðir í stýringu hjá slíkum félögum.

Stefnan er að kaupa litla hluta í meðalstórum félögum sem stýra eignum fyrir andvirði 5-20 milljarða dala.

Alla jafna hafa sjálfstæð fjárfestingarfélög aðeins verið opinn fagfjárfestum og erfitt hefur verið fyrir minni fjárfesta að koma fjármunum í stýringu í slíkum félögum.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is