Greiningardeild fjárfestingarbankans Goldman Sachs hefur uppfært mat sitt á hlutabréfum bílframleiðandans Tesla Motors. Áður var deildin hlutlaus en nú mælir hún með kaupum á hlutabréfum félagsins. Þetta kemur fram á fréttaveitu Bloomberg.

Skýrsla Goldman gengur út á það að markmið Elon Musk, framkvæmdastjóra fyrirtækisins, séu ólíkleg til að verða að raunveruleika. Musk hefur sagst ætla að selja500 þúsund bíla fyrir árið 2018, en Goldman telja að raunin verði sú að 162 þúsund bílar verði seldir.

Sumir telja að Muskn velji sér viljandi óraunhæf markmið - sem eigi þá að verka sem eins konar spark í rassinn fyrir aðra bílaframleiðendur. Markmið hans er eftir allt saman að gjörbreyta bifreiðaiðnaðinum, eins og hann hefur sagt áður.

Fyrirtækið tilkynnti um aukna hlutafjársölu í gær. Hlutafé verður selt fyrir 1,4 milljarða Bandaríkjadala, eða tæpa 170 milljarða íslenskra króna, til þess að nægt fjármagn sé til fyrir framleiðslu og uppsetningu nýrra verksmiðja.