Sjóður í stýringu hjá fjárfestingabankanum Goldman Sachs er nálægt því að eignast hinn þekkta golfvöll The Belfry. Talið er að kaupverðið verði í kringum 140 milljónir punda eða sem nemur um 25 milljörðum króna, samkvæmt Skynews .

Ryder Cup hefur fjórum sinnum verið haldið á Belfry vellinum en mótið hefur aldrei verið haldið jafnoft á einum velli. Ryder fór síðast fram á Belfry árið 2002 þegar Evrópuliðið fór með sigur af hólmi. Þá var Ryder haldið á Belfry árin 1985, 1989 og 1993.

Sjóðurinn keypti völlinn af KSL Capital Partners sem eignaðist Belfry árið 2012. Þar áður var völlurinn í eigu írska auðjöfursins Sean Quinn.

The Belfry
The Belfry
© epa (epa)

British Masters á Belfry árið 2006 en sama mót var haldið á vellinum í maí síðastliðnum.