Fjárfestingabankinn Goldman Sachs mun í þessari viku tilkynna um afskriftir og niðurfærslur upp á 3 milljarða dollara vegna þess óróa sem nú er á fjármálamörkuðum. Sem kunnugt er á óróinn rætur sínar í fasteignatryggðum skuldabréfavafningum, en hefur nú smitað út frá sér víða. Talið er að hagnaður Goldman muni dragast saman um 50% á fyrsta fjórðungi. Telegraph segir frá þessu í dag.

Niðurfærslurnar verða að einhverju leyti vegna verðlækkunar á 4,9% eign í Industrial & Commercial Bank of China (ICBC), sem hefur verið skráður sérstaklega í efnahagsreikningi Goldman. ICBC hélt stærsta hlutabréfaútboð sögunnar árið 2006, en hefur nú fallið um 14% í verði síðustu mánuði. Upphafleg fjárfesting Goldman í ICBC nam 2,3 milljörðum dollara.

Afskriftir vegna útlánastarfsemi er talin munu 1,6 milljarði. Markaðsviðskiptasvið bankans mun afskrifa 1,1 milljarð dollara.