Gengi Geest lækkaði um 1,4% í viðskiptum í morgun eftir að Goldman Sachs lækkaði verðmat á félaginu í kjölfar afkomuviðvörunar. Gert er ráð fyrir að hagnaður Geest á árinu verði undir væntingum. Haft er eftir einum miðlara í Financial Times að fyrirtæki sem að framleiða ekki undir eigin vörumerkjum líkt og Geest og Northern Foods verði áfram undir þrýstingi í smásölu umhverfi sem að gefur ekki mikið af sér.