Nú þegar hægist um á vinnumörkuðum út um allan heim kann lágt launuð starfsþjálfun (e. internship) að vera leiðin til að koma sér vel fyrir hjá stórfyrirtækjum en þannig má öðlast reynslu og mynda tengsl.

BusinessWeek hefur tekið saman þau 50 stórfyrirtæki sem bjóða upp á bestu starfsþjálfunina og er sá listi nokkuð eftirsóknarverður eða háskólastúdenta sem eru tilbúnir að reyna fyrir sér á slíkum vettvangi.

BusinessWeek metur fyrirtækin eftir því hvernig þau greiða fyrir starfsþjálfunina, hversu margir eru ráðnir í fullt starf eftir starfsþjálfunina, hversu ánægðir nemendur eru með starfþjálfunina almennt og fleiri þáttum.

Efst á lista BusinessWeek er fjárfestingabankinn Goldman Sachs en þess má geta að um 2.400 einstaklingar eiga kost á starfsþjálfun hjá bankanum á árinu 2009. Um 30% þeirra sem voru í starfsþjálfun hjá bankanum á síðasta ári var boðið fullt starf.

Þar á eftir koma endurskoðunarfyrirtækin PricewaterhouseCoopers, Ernst & Young, Deloitte og KPMG en flest félögin ráða um eða yfir 2.000 einstaklinga í starfsþjálfun á þessu ári.

Sjá nánar á vef BusinessWeek.