Gengi hlutabréfa í Citigroup bankanum hefur lækkað um 5,5% í dag eftir að bandaríski fjárfestingabankinn Goldman Sachs & Co mælti með sölu hlutabréfa í bankanum. Goldman Sachs gerir ráð fyrir um 15 milljarða bandaríkjadala afskriftum hjá Citigroup á næstu tveimur ársfjórðungum.

Nú þegar hefur Citigroup tilkynnti að bankinn þurfi að afskrifa 8-11 milljarða dala á þessum ársfjórðungi vegna áhættusamra fjárfestinga á bandarískum húsnæðismarkaði.

Enn hefur ekki verið tilkynnt um nýjan forstjóra Citigroup en Charls Prince sagði sem kunnugt er af sér fyrr í þessum mánuði.