Sérfræðingur hjá bandaríska fjárfestingabankanum Goldman Sachs hefur mælt með sölu í bréfum þessara stærstu húsnæðislánveitenda landsins. Í umsögn Goldman segir að bréf félagsins gætu fallið um allt að því 35% í viðbót.

Fjárfestirinn Jim Rogers, sem er meðal reyndustu manna í sínu fagi vestan hafs og einn stofnenda Quantum vogunarsjóðsins, segir áætlun fjármálaráðuneytisins um að bjarga Fannie Mae og Freddie Mac uppskrift að stórslysi.

Rogers segir bréf fyrirtækjanna svo gott sem óseljanleg. „Ég sé ekki hvar þessir menn finna ráðdeild til að nota peninga skattborgara til að kaupa hlutabréf í Fannie Mae. Við ætlum síðan að bjarga öllum í heiminum út. Þetta fer gjörsamlega með efnahagsreikning fjármálaráðuneytisins, veikir dollarinn og eykur verðbólgu," sagði Rogers í samtali við Bloomberg.