*

þriðjudagur, 1. desember 2020
Erlent 5. júlí 2020 14:31

Goldman Sachs spáir 4,6% samdrætti

Goldman Sachs hefur uppfært spá sína til hins verra og spáir nú 4,6% samdrætti í Bandaríkjunum.

Ritstjórn
Höfuðstöðvar Goldman Sachs í New York.

Fjárfestingarbankinn Goldman Sachs hefur uppfært þjóðhagsspá sína og gerir nú ráð fyrir 4,6% samdrætti í Bandaríkjunum á þessu ári, samanborið við áður áætlað 4,2%. Frá þessu er greint á vef Yahoo Finance.

Bankinn gerir nú ráð fyrir 25% vexti hagkerfisins á þriðja ársfjórðungi en hafði áður spáð 33% vexti. Auk þess spáir bankinn því að hagvöxtur í Bandaríkjunum verði 5,8% á næsta ári og atvinnuleysi 9% í lok 2020.

Mikill viðsnúningur hefur verið á atvinnuleysistölum í Bandaríkjunum. Í júnímánuði síðastliðnum sköpuðust 4,8 milljón ný störf vestanhafs og féll atvinnuleysi niður í 11,1%. Aukningin kemur í kjölfarið á því að um 20 milljón störf töpuðust í apríl sökum áhrifa af kórónufaraldrinum.

Stikkorð: Hagvöxtur atvinnuleysi