Goldman Sachs varar viðskiptavini við því að kaupa skuldabréf útgefnum af björgunarsjóði evrunnar vegna hættunar á því Írland og Portúgal muni þurrausa sjóðinn, jafnvel snemma á næsta ári.

Sjóðurinn er 440 milljarðar evra að stærð. Standard & Poor’s og Fitch gáfu björgunarsjóðnum í gær einkunina AAA.

Vaxtaálag á írsk og portúgölsk skuldabréf hefur aldrei verið hærra frá því að evrópska myntsamstarfið var tekið upp. Álagið á skuldabréf útgefin af írska ríkinu til 10 ára fór í 6,5% í gær.