Bandaríski fjárfestingafbankinn Goldman Sachs tapaði á fjórða ársfjórðungi ársins 2017 en það er í fyrsta skipti sem afkoma félagsins er neikvæð í sex ár. Verðbréfamiðlun bankans gekk afar illa á fjórðungnum en einnig kom til stór einskiptisgreiðsla til skattayfirvalda í kjölfarið á nýjum skattalögum sem samþykkt voru í Bandaríkjunum á síðasta ári.

Bankinn tapaði 1,93 milljörðum dala en tekjur hans voru 7,83 milljarðir dala. Einskiptisgreiðslan til skattayfirvalda nam 4,4 milljörðum dala og þurrkaði út allan hagnað fjórðungsins.