Gólfefni og hurðir hf., kt. 520986-1469, Ármúla 8, Reykjavík var tekið til gjaldþrotaskipta með úrskurði héraðsdóms Reykjavíkur þann1. apríl 2009. Heildar kröfur í búið námu 1.118.219.183 krónum. Skiptum á búinu lauk 15. október 2010 að þvi er fram kemur í Lögbirtingarblaðinu og fengust tæp 14,6% upp í heildar kröfur.

Skiptakostnaður, að meðtöldum virðisaukaskatti, nam samtals kr. 5.904.861 en búskröfur skv. 110. gr. laga um gjaldþrotaskipti o.fl. nr. 21/1991 námu alls kr. 9.007.630 og greiddust að fullu. Forgangskröfur námu kr. 14.346.244 og greiddust að fullu. Greiðsla upp í veðkröfur nam samtals kr. 97.636.221 en heildarfjárhæð lýstra veðkrafna nam kr. 601.103.743. Heildarfjárhæð almennra krafna, að meðtöldum ógreiddum veðkröfum, nam kr. 973.650.488. Upp í almennar kröfur greiddust kr. 35.019.356 eða um 3,6%. Var skiptum lokið samkvæmt 160. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl Skiptastjóri var Grímur Sigurðsson.