Kjartan Þorbjörnsson, sem alla tíð hefur verið kallaður Golli, hefur gengið til liðs við MD Reykjavík eftir tæp 25 ár á Morgunblaðinu að því er kemur fram í tilkynningu.  Golli mun starfa sem útgefandi miðla MD Reykjavík en þeirra á meðal má nefna Iceland Review, WhatsOn, Reykjavík City guide.   Auk þess að hafa yfirumsjón með útgáfunni mun Golli einnig starfa sem ljósmyndari fyrir fjölmiðlana.

Golli sem lærði ljósmyndun í Gautaborg hefur starfað í fjölmiðlum frá 1990.  Fyrstu árin sem ljósmyndari Dags á Akureyri en frá 1993 á Morgunblaðinu.  Hann hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir ljósmyndir sínar og hefur verið formaður Blaðaljósmyndarafélags Íslands og auk þess formaður Samtaka norrænna blaðaljósmyndara.
Eiginkona Golla er Júlía Þorvaldsdóttir deildarstjóri hjá Þjóðskrá og eiga þau tvö börn.