Þó að Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir sé nýtekin við sem ritstjóri á Gestgjafanum þá hefur hún lengi unnið sem blaðamaður fyrir blaðið, nú undanfarið samhliða því að vera kennari en hún mun nú láta af störfum á þeim vettvangi.

„Ástæðan fyrir að ég byrjaði upphaflega hjá Gestgjafanum var að það hafði svona frést út að ég væri svolítið tiltæk í eldhúsinu og ég væri að gera skemmtilega hluti. Þá fékk Sólveig Baldurs mig á sínum tíma til þess að koma í prufur og vera með þætti í blaðið sem hét Gómsætt án sykurs. Ég var með þá í mörg ár ásamt því að fá að vera með meira og meira alls konar annað efni, því það kom í ljós að ég hafði eitthvert erindi í þetta,“ segir Hanna.

Hanna Ingibjörg segir Gestgjafann fyrst og fremst höfða til fólks sem hefur áhuga á mat, matargerð og matsölustöðum og öllu sem tengist sögu og menningu matar. Segist hún hafa lært töluvert af því að búa úti í Frakklandi þar sem hún var meðal annars au pair og vann um tíma á skrifstofum Flugleiða.

Nánar má lesa um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð .