Gögn sem tengjast upphaflegum skiptum á dánarbúi Sigurðar Hjaltested, ábúanda á jörðinni Vatnsenda og afa Þorsteins Hjaltested, skiluðu sér nýverið til Sýslumannsembættisins í Kópavogi. Sigurður lést árið 1966 og var Unnsteinn Beck, borgarfógeti í Reykjavík, þá skipaður skiptastjóri yfir dánarbúinu. Unnsteinn lést árið 2004, á nítugasta aldursári. Samkvæmt upplýsingum Viðskiptablaðsins voru það ættingjar Unnsteins sem skiluðu gögnunum til sýslumanns.

Erfingjar Sigurðar hafa deilt harðvítuglega um eignarhaldið á Vatnsenda allt frá andláti hans árið 1966.

Meðal skjala sem skiluðu sér til sýslumanns fyrir nokkrum vikum eru bréf til Unnsteins frá skattstjóra þar sem lýst er kröfum í búið á árunum 1967 til 1971 vegna þinggjalda. Þá spyr bæjarfógetinn í Kópavogi fyrir um það á árinu 1973 hvenær sé von á skiptum á dánarbúi Sigurðar. „Bú þetta hefur verið mjög lengi í opinberum skiptum og leyfi ég mér fyrir hönd skattheimtu ríkissjóðs í Kópavogi að óska eftir að reynt verði að ljúka þeim við allra fyrsta hentugleika,“ segir í bréfi til Unnsteins

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér .