„Þetta er fyrirtæki sem hefur verið lengi í þessum bransa og þeir höfðu fylgst með því sem við vorum að gera í Andersen & Lauth. Þeir koma verkefninu af stað með okkur á okkar skilmálum, við gerum það eins og við viljum, við erum orðin of gömul til að gera eitthvað sem hentar okkur ekki.

Gunni segir skort á hugmyndum ekki vera vandamál í tímapressu. „Það er ekkert mál að gera nýja línu. Við vorum búin að safna upp spennu og orku. Við erum snögg að vinna og ef maður getur unnið með fyrirtæki sem er með alla sölukanala þá er þetta ekki lengi gert. Við gerðum ákveðinn samning sem er mjög hagstæður og við erum mjög ánægð með. Þetta hefst með samstarfi en svo dregur fyrirtækið sig út úr þessu. Þeir hafa gert þetta áður og þetta er mjög gott fyrirkomulag.“