Lögmaðurinn Kristín Edwald er formaður nefndarinnar sem vinnur að frumvarpi um nýtt millidómstig. Hún hefur víðtæka reynslu að baki. Eftir vinnu hefur hún mikinn áhuga á útivist.

Kristín lauk laganámi frá Háskóla Íslands árið 1997 og hóf störf sem hæstaréttarlögmaður í maí 2005. Meðfram námi var Kristín formaður Orators, félags laganema, og í stjórn bókaútgáfu Orators. Síðar varð hún framkvæmdastjóri lögfræðiaðstoðar Orators frá 1996 til 1997.

Að námu loknu gerðist Kristín fulltrúi á Málflutningsskrifstofu, síðar Logos lögmannsþjónustu, frá maí 1997 til september 2000. Þá tók hún við starfi hjá efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra í október 2000 og starfaði þar í tæp tvö ár. Kristín hefur átt sæti í stjórnum nokkurra félaga. Hún sat meðal annars í stjórn Ríkisútvarpsins frá 2007 til 2011 og var í stjórn Lögfræðingafélagsins frá 2004. Í því félagi sinnti hún starfi formanns frá 2010 til 2013.

Samhliða lögmannsstarfi hefur Kristín haft umsjón með BA-ritgerðum við lagadeild Háskóla Íslands frá 2006 og verið stundakennari við lagadeild Háskólans í Reykjavík frá árinu 2007.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.