Í síðustu viku voru fulltrúar Good Year dekkjaframleiðans staddir hér á landi ásamt 120 stærstu viðskiptavinum sínum frá Svíþjóð, Finnlandi og Balkanlöndunum.  Haldin var ráðstefna og sölusýning auk þess að farið var í hefbundnar skoðunarferðir út frá borginni.  Hápunkur ferðarinnar var er þátttakendur fengu að reynsluaka bílum á ísilögðu Sandkluftarvatninu, en þar var búið að setja upp akstursbraut af bestu gerð.    Prófað var allt það nýjasta í framleiðslu Good Year, þar á meðal nýtt nagladekk og einnig dekk frá dótturframleiðanda þeirra, Dunlop, en þar var prófað dekk sem var ónelgt, en míkróskorið og úr afar mjúku gúmmíi.  Óhætt er að segja að aðstandendur þessa verkefnis hafi farið af landi brott með bros á vör, allt fór mjög vel fram og náðust þær væntingar sem til stóðu, þrátt fyrir að veðurguðirnir hafi nánast sett verkefnið í upplausn, því einn daginn var komið talsvert vatn ofan á ísinn á Sandkluftarvatni.  Bílar og búnaður voru þó ekki í hættu og var því notast við þjóðveginn um Uxahryggi þann daginn.     Verkefni sem þetta er afar mikilvægt fyrir Ísland á þessum tímum og gefur miklar tekjur, t.d. hótel í eina viku, ráðstefnusalir, matur, ferðalög, óvissuferðir, afþreying, bílaleigubílar, moksturstæki, leiga á ýmsum búnaði og mikils mannskaps við utanumhald ýmiskonar.