Gengi hlutabréfa í bandaríska tæknirisanum Google hefur aldrei verið hærra, en það tók stökk í morgun eftir að fyrirtækið tilkynnti í gærkvöldi að afkoma þess á öðrum ársfjórðungi hefði verið langt umfram væntingar. Wall Street Journal greinir frá þessu.

Þegar mest lét hafði gengið hækkað um 15,5% og markaðsverðmæti fyrirtækisins fór þannig vel yfir 400 milljarða dala.

Ruth Porat, fjármálastjóri Google, kynnti árshlutauppgjörið í gær þar sem fram kom að það hefði hagnast um 3,9 milljarða dala á tímabilinu. Tekjur fyrirtækisins jukust um 11% á milli ára og námu 17,7 milljörðum króna.