Google hefur varað við því að fyrirhuguð löggjöf ástralskra stjórnvalda, sem myndi neyða fyrirtækið að greiða fjölmiðlum þóknun fyrir að vísa í fréttir í leitarniðurstöðum, gæti leitt til þess að það hætti að bjóða upp á fría leitarþjónustu í landinu. Financial Times segir frá .

Bandaríska fyrirtækið hefur einnig frestað upptöku á leyfiskerfi sem það samdi um við ástralska útgefendur í ár til þess að slæva löggjöfina sem stjórnvöld hafa sagt vera nauðsynlega til að búa til umhverfi fyrir sjálfbæra fjölmiðla.

„Við þurfum að láta ykkur vita af nýrri löggjöf ríkisins sem mun hafa neikvæð áhrif á hvernig Ástralar nota Google leitarvélina og Youtube,“ skrifaði Google í opnu bréfi sem Mel Silva, framkvæmdastjóri fyrirtækisins í Ástralíu, skrifaði undir.

Silva bætti við að fyrirhugaða löggjöfin myndi „neyða okkur til að bjóða upp á talsvert verra Google Search og Youtube, gæti leitt til þess að gögnin ykkar yrðu afhent stórum fjölmiðlafyrirtækjum og myndi setja fría þjónustu okkar í Ástralíu í hættu“.