Leitarvélin Google mun nú beina þeim sem leita að róttækum hryðjuverkasamtökum að vefsíðum sem andmæla málstað þeirra öfgasinnuðu. The Independent segir frá þessu.

Til að mynda gæti einhver sem leitar að orðunum “ganga í lið með ISIS” fengið niðurstöður sem vísa honum eða henni á vefsíðu Quilliam-stofnunarinnar, sem er rannsóknarmiðstöð gegn öfgahyggju í trúarbrögðum.

Þess að auki munu fleiri samtök á borð við Quilliam-stofnunarinnar fá pláss í auglýsingahlutum Google, en þannig verður tryggt að þau komi ráðvilltu ungu fólki til augna áður en það opnar öfgasinnaða síðu og leiðist frekar niður á vegferð eyðileggingar og hryðjuverka.

Google og fleiri netmiðlar segjast vinna hörðum höndum við að fjarlægja stöðugt innstreymi öfgasinnaðs margmiðlunarefnis á síðum sínum. Til að mynda er stöðug vinna að taka niður myndbönd af Youtube, og Twitter hefur sagst vera með 100 manns í vinnu við að eyða óviðeigandi efni.