Tæknirisinn Google vinnur að nýrri farsímatækni sem á að gera notendum Android, farsímakerfis Google, kleift að nota farsímann sem rafrænt veski. Greiðslukerfið er unnið í samstarfi við Citigroup og Mastercard. Wall Street Journal greinir frá í dag.

Þróunin er á fyrstu stigum. Hugmyndin er sú að notendur Android geti lagt símann að skynjara við afgreiðsluborð verslana og greiða þannig fyrir vörurnar með símanum. Slíkt greiðslukerfi myndi veita söluaðilum frekari upplýsingar um kaupendur sem hægt væri að nýta við auglýsingagerð.