Google mun vera sektað um 4,3 milljarða evra en sektin er fyrir það að misnota markaðsráðandi stöðu sína á markaðnum fyrir Android-stýrikerfi í farsíma. Þetta kemur fram á vef Finanacial Times .

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins sektaði fyrirtækið á síðasta ári um 2,4 milljarða evra fyrir að hyggla sínu eigin fyrirtæki í Gooogle-leitarvélinni á kostnað annarra.

Android er stýrikerfi sem notað er í meira en 80% allra snjallsíma í heiminum og er nauðsynlegt fyrir framtíðartekjumöguleika Google.

Fyrirtækið hefur neitað sök í málinu og hafnað því alfarið að lög séu brotin þegar fyrirtækið hefur forhlaðið sínum öppum í símana þar sem aðeins þurfi eitt niðurhal til að nálgast samkeppnisaðilana.