Áætlanir eru um það innan veggja bandaríska netrisans Google að búa til nýja þjónustu. Í henni felst að fyrirtæki geta keypt ný lén að eigin vali hjá Google.

Breska útvarpið ( BBC ) segir um málið að forsvarsmenn Google hafi farið af stað með verkefnið eftir að fyrirtækið GoDaddy, eitt umsvifamesta fyrirtækið í lénageiranum, réðst í hlutafjáraukningu. Það segir eitthvað um eftirspurnina að GoDaddy var með 57 milljón lén á sínum snærum um síðustu áramót og skilaði það tekjum upp á 1,1 milljarð dala, jafnvirði tæpra 125 milljarða íslenskra króna, í fyrra. Áform Google kemur fyrirtækinu á svipaða braut og GoDaddy og fara fyrirtækin í beina samkeppni um lénin, að sögn BBC .