Tæknirisinn Google komst hjá því að greiða um tvo milljarða dala í skatta víðs vegar um heiminn með því að flytja 9,8 milljarða af hagnaði sínum í eignarhaldsfélag á Bermúda.

Ekki er um ólöglega hegðun að ræða, en með því að flytja hagnað dótturfélaga utan Bandaríkjanna í félagið á Bermúda hefur Google tekist að helminga skattgreiðslur sínar.

Í Frakklandi, Bretlandi, Ítalíu og Ástralíu er nú mikið rætt um það hvort alþjóðleg fyrirtæki sem eru með rekstur í þessum löndum greiði nægilega háan skatt þar. Þrátt fyrir að fyrirtækið starfi í Evrópuríkjum þar sem tekjuskattur lögaðila er á bilinu 26%-34% greiddi Google aðeins 3,2% skatt af hagnaði sem varð til utan Bandaríkjanna.