Forsvarsmenn Google hafa lofað að gera miklar breytingar á kerfi sínu til þess að svara kröfum framkvæmdastjóra samkeppnismála Evrópusambandsins. Google er sakað um að gera sínum eigin vörum hærra undir höfði í niðurstöðum leitarvélar Google. Rannsóknir á þessu ahfa staðið yfir í þrjú ár.

„Við munum gera miklar breytingar á því hvernig Google starfar í Evrópu,“ segir Kent Walker, lögmaður Google. „Við höfum verið að starfa með framkvæmdastjórn Evrópusambandsins að þessum málum,“ segir hann enn frekar.

BBC fréttastofan segir að með því að ná þessu samkomulagi hafi Google náð að koma sér undan margra milljarða evra sekt.