Google hefur keypt markaðs- og hugbúnaðarfyrirtækið Wildfire. Wildfire hefur séð um séð um auglýsingar fyrirtækja á Facebook, Google+, Twitter, Pinterest, YouTube og LinkedIn. Wildfire hefur vaxið hratt á undanförnum árum og nú starfa 400 manns hjá fyrirtækinu og það þjónustar 16 þúsund viðskiptavini.

Þessi kaup gere Google kleift að bjóða upp á betri þjónustu fyrir þá viðskiptavini sem vilja hafa leiki og keppnir á Google+.

Wildfire mun áfram sjá um markaðssetningu í gegnum samskiptavefi þó svo þeir vefir séu í samkeppni við Google, samanber Facebook. Google mun því græða á velgengni keppinauta sinna. Þetta kemur fram á vef TechCrunch.com