Hlutabréf í Alphabet, eignarhaldsfélagi Google, hækkuðu um 4% í eftirmarkaðsviðskiptum í gær, eftir að félagið gaf út tölur fyrir síðasta ársfjórðung sem sýndu aukna veltu og hagnað.

Vöxtur farsíma- og YouTube auglýsinga skilaði 58% fleiri smellum á auglýsingar fyrirtækisins en ári áður, en ársfjölgunin var 43% á fyrsta ársfjórðungi.

Google fékk 4,3 milljarða dollara, rúmlega 450 milljarð króna, sekt frá Evrópusambandinu um daginn fyrir samkeppnisbrot. Samkeppniseftirlit Evrópusambandsins sagði fyrirtækið hafa misnotað sér aðstöðuna sem farsímastýrikerfi fyrirtækisins, Android, veitti þeim, með því að for-uppsetja forrit.

Sektin jafngilti um 60% af hagnaði félagsins á öðrum ársfjórðungi, en fjárfestar virðast að mestu hafa litið fram hjá henni, í ljósi góðs gengis félagsins, sem nýbirtu tölurnar sýna.

Collin Colburn, greinandi hjá Forrester Research, sagði í samtali við Financial Times að 5 milljarð dollarar væru ansi há upphæð fyrir flest fyrirtæki, en fyrir Google væru það aðeins smá skammir.