Google hefur hafið sölu hljóðbóka í gegnum þjónustu sína Google Play, en hægt er að hlusta á hljóðbækurnar í gegnum Android og apple síma, sem og gegnum netið. Einnig verður hægt að hlusta á hljóðbækurnar í gegnum Google Assistant. Ólíkt hljóðbókarþjónustu Amazon, sem ber nafnið Audible, geta viðskiptavinir Google Play keypt hljóðbækur án áskriftargjalds.

Sem kynningartilboð býðst kaupendum að fá fyrstu hljóðbókina með helmingsafslætti, en meðal vinsælla bóka sem þegar er hægt að fá í gegnum þjónustuna eru:

  • Fire and Fury eftir Michael Wolff, sem fjallar um innri starfsemi í Hvíta húsinu undir stjórn Trump fyrstu mánuði forsetatíðar hans.
  • A Brief History of Time eftir eðlisfræðinginn Stephen Hawking sem meðal annars hefur orðið frægur fyrir skilning sinn á svartholum.

Til að byrja með er boðið upp á þjónustuna í 45 löndum, þar á meðal í Bandaríkjunum, Bretlandi og Ástralíu, og á níu tungumálum að því er The Bookseller.com segir frá. Bóksalar sjá mikla aukningu í niðurhali á hljóðbókum en skýrsla frá árinu 2016 metur markaðinn að andvirði um 91 milljón bresk pund, eða sem nemur 13,1 milljarði íslenskra króna.