Kaupin Google á Motorola hafa vakið mikla athygli og vangaveltur um framtíðarstefnu jafnt Google sem og annarra farsímafyrirtækja. Árið 2004 sagði Eric E. Schmidt, þáverandi forstjóri Google, að fyrirtækið ætlaði ekki í símaiðnaðinn en þeir ætluðu að vera í símunum sjálfum. Innan við ári áður hafði hið andstæða gerst, Google keypti Android, sem sérhæfði sig í stýrikerfum fyrir farsíma. Google hefur einbeitt sér að stýrikerfinu í stað tækjanna sjálfra sem hefur leitt til þess að farsímafyrirtæki hafa viljað notast við Android. Það er ekki síst öðrum farsímakerfum að þakka hversu hröð útbreiðsla Android hefur orðið en nú eru þau komin í beina samkeppni sem gæti breytt stöðunni til muna. Samkvæmt New York Times forðustu forsvarsmenn Google að tala um farsímana sjálfa á kynningarfundi á kaupunum en minntust 24 sinnum á hversu mikils virði einkaleyfi Motorola væru.