Búist er við að Google kynni í dag nýja þjónustu á markaði tónlistar á netinu. Tæknirisinn ræðst þar í beina samkeppni við Apple, sem er ráðandi á tónlistarmarkaðinum með forriti og þjónustu iTunes. Bloomberg greinir frá áformum Google.

Í frétt Bloomberg segir að Google komi á markaðinn nærri áratug of seint, en yfirburðir Apple eru mikilir. Forrit Google mun gera notendur kleift að geyma tónlist á mörgum tækjum.

Fyrirtækin tvö keppa fyrir á farsímamarkaði, þar sem Android stýrikerfi Google fyrir snjallsíma keppir við iPhone Apple.