Tæknirisanum Google hefur fyrir löngu tekist að búa til þá ímynd að fyrirtækið sé í hópi þeirra mest skapandi og drífandi í heiminum.

Stjórnendum Google þótti þó hugmyndaauðgin fullmikil þegar til umræðu kom innan veggja fyrirtækisins að Google tæki upp eigin gjaldmiðil, sem kalla átti Google Bucks. Mun hugmyndin hafa komið til umræðu innan veggja fyrirtækisins oftar en einu sinni, en á endanum var henni ýtt út af borðinu, einkum af ótta við að með peningaprentuninni væri fyrirtækið að brjóta lög í mörgum ríkjum.

Til gaman má geta að starfsmenn Google voru tæplega 32.500 talsins í fyrra. Það er tíu sinnum færri en hér búa og nota íslenskar krónur. Það er minnsti sjálfstæði gjaldmiðill í heimi. Til samanburðar voru Færeyingar rúmlega 49.000 í fyrra.