Google Iceland ehf., sem er hluti af Google samstæðunni í Bandaríkjunum, skilaði 9,9 milljóna króna hagnaði í fyrra en til samanburðar nam hagnaðurinn 4,5 milljónum króna í fyrra. Rekstrarhagnaður fyrir skatta og fjármagnsliði nam 10,3 milljónum króna og gengismunur var jákvæður um 2,1 milljónir króna en félagið greiddi 2,5 milljónir króna í tekjuskatt á árinu.

Tveir starfsmenn voru hjá Google Iceland í fyrra og tekjur félagsins komu allar frá Google erlendis. Eignir íslenska félagsins námu 54 milljónum króna um síðustu áramót, en voru 20,6 milljónir króna í árslok 2011. Stærstur hluti eigna, eða um 52,3 milljónir króna, er handbært fé. Skuldir námu 38,9 milljónum um áramótin og eigið fé nam 15,2 milljónum króna.