Hagnaður bandaríska tæknirisans Google nam 3,6 milljörðum Bandaríkjadala á fyrsta ársfjórðungi og jókst um 4% frá sama tímabili á síðasta ári. BBC News greinir frá þessu.

Fjárhæðin jafngildir tæpum 500 milljörðum íslenskra króna. Auglýsingatekjur áttu stóran þátt í því að auka við hagnað fyrirtækisins, en þær námu 15,5 milljörðum dala og jukust um 11% á milli ára.

Gengi hlutabréfa í fyrirtækinu hækkaði um 3% eftir birtingu uppgjörsins.