Google kynnir nú til sögunnar nýjan internetvafra sem ætlað er keppa við Internet Explorer og Firefox, en þeir vafrar njóta mestrar hyllri meðal netnotenda.

Nýji vafrinn frá Google ber nafnið Chrome og er honum ætlað að standa straum af öllum þeim nýjungum sem áætlaðar eru á internetinu í náinni framtíð.

BBC segir frá því að nýji vafrinn muni hjálpa Google til þess að koma vörumerkjum sínum á framfæri og festa þau betur í sessi. Google hefur undanfarin ár vaxið gríðarlega og er í raun mun meira en leitarvél, þó hún sé enn veigamikill hluti fyrirtækisins.

Með tilkomu Chrome verður er enn vegið að yfirburðarstöðu Microsoft en fyrirtækið framleiðir Internet Explorer, sem telur um 80 prósent allra netvafra.