Jón von Tetzchner, fjárfestir og stofnandi vafrans Vivaldi, vill að umfangsmikil gagnasöfnun fyrirtækja á borð við Apple, Facebook og Google verði bönnuð. Ummæli Jóns virðast hafa vakið athygli stórfyrirtækjanna.

„Ég byrjaði að tala um þetta fyrir að verða um ári síðan. Þá lokaði Google á auglýsingareikninginn okkar. Svo var verið að spyrja hvað þeim fyndist um það sem ég væri að segja, tengt þessari lokun. Þeir sögðu að það væri ekkert tengt, en auðvitað segja þeir það,” segir Jón.

„Við erum byggð upp á Chromium, á kóða sem Google hefur að hluta til þróað. Þeir hafa lokað fyrir ákveðna þjónustu sem þeir búa til, sem er fullkomlega út í hött.“

Jón segist hins vegar vera orðinn öllu vanur í þessum efnum, en hann er einn af stofendum Vafrans Opera þar sem hann stafaði fram til ársins 2011. „Hjá Opera gerðu Google, Microsoft og Apple þetta. Stærstu risarnir voru allir að gera hluti til að reyna að stoppa okkur, okkur tókst samt að að ná 350 milljónum notenda. Við erum ekki komin jafn langt með Vivaldi. En það að þessi fyrirtæki sýni okkur nú þegar þennan áhuga bendir til að við hljótum að vera að gera eitthvað rétt,“ segir hann.

„Það gerir það bara að sumu leyti skemmtilegt, að keppa við þá. Þú ert litli kallinn og ert að keppa við stóru kallanna.”

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .