Bandaríska tæknitröllið Google fagnar í dag afmælis Svíans Gideon Sundbäck, sem kalla má föður rennilássins. Sundbäck þessi var fæddur á þessum degi árið 1880 og lést 21. júní árið 1954. Þekktasta verk hans eru endurbætur á notagildi rennilássins sem gerði hann að þeim ómissandi nytjahlut sem hann er í dag - þ.e.a.s. í augum þeirra sem ekki klæðast fötum með tölum.

Sundbäck fæddist í sænsku smálöndunum en fluttist 25 ára gamall til Bandaríkjanna. Samkvæmt stuttu útgáfunni af ævisögu hans þá fjölgaði Sundbäck tönnunum í rennilásum þess tíma sem jók notagildi þeirra til muna.

Hér má lesa nánar um Gideon Sundbäck

Netverjar geta dundað sér við að renna niður forsíðu Google og séð hvað leynist á bak við hana.