*

sunnudagur, 23. janúar 2022
Innlent 3. júní 2013 08:32

Google mun brátt sigra Apple í smáforritakeppninni

Ekki er langt í að notendur Android síma muni hafi úr fleiri smáforritum að velja en þeir sem nota tæki frá Apple.

Ritstjórn
Samkeppnisforskot Apple er að tapast undir stjórn nýs forstjóra.

Í Financial Times segir að ekki sé langt að bíða eftir því að fleiri hlaði niður smáforritum (app) fyrir Android stýrikerfi en Apple. Sífellt fleiri fyrirtæki einbeita sér nú að samstarfi við Google þar sem Apple hafði mikið forskot áður. Það forskot hefur gert Apple kleift að vera í fararbroddi við sölu á ýmsum tækjum í gegnum árin. Það er því spurning hvort þessi þróun muni hafa áhrif á samkeppnisstöðu Apple þar sem Google er á mikilli siglingu.

Í síðasta mánuði voru smáforrit hlaðin niður í Apple græjum, iPhone, iPod touch og iPad, 50 þúsund milljón sinnum (50 milljarðar). Sambærilegar tölur fyrir Google eru 48 þúsund milljón sinnum. Og aukningin á niðurhali er meiri í Play Store en App Store svo það saxast á forskot Apple í þessari samkeppni.

Stikkorð: Apple Google Android App Store Play store