Google opnar í dag vefbókaverslun á netinu, 18 mánuðum eftir að félagið tilkynnti að það ætli sér í samkeppni við Amazon og Apple sem eru ráðandi á markaði vefbóka.

Verslunin verður fyrst um sinn eingöngu opin í Bandaríkjunum. Búist er við að hún opni í Evrópu og í Asíu á næsta ári. Á vef Financial Times segir að hundruðir þúsunda titla verða til sögu og nærri 3 milljónir titla verði ókeypis.