Bandaríski netrisinn Google varð í síðustu viku verðmætara félag á markaði en olíurisinn Exxon Mobil. Á fimmtudag nam markaðsverðmæti Google 395,42 milljörðum dala en Exxon Mobil 392,66 milljörðum dala.

Skýringin á því uppsveiflu Google er sú að gengi hlutabréfa Google hefur hækkað um 66% frá byrjun síðasta árs. Fjárfestar Exxon Mobil horfðu hins vegar á gengi hlutabréfa sinna þokast upp um 5% í fyrra. Það sem af er ári hefur gengi hlutabréfa félagsins hins vegar lækkað um 10%.

Verðmætasta félagið á markað er tæknirisinn Apple. Markaðsverðmæti fyrirtækisins nemur 463,55 milljörðum króna.

Fjallað er nánar um málið á vef Wall Street Journal .