Samkvæmt gögnum sem breska blaðið the Telegraph hefur aflað hafa forsvarsmenn Google átt í viðræðum við samgöngumálaráðuneyti breska ríkisins varðandi sjálfkeyrandi snjallbíla og notkun þeirra á breskum vegum.

Gögnin, sem eru í raun fimm fundargerðir milli aðilanna tveggja, segja ekki til um hvort ríkið hafi afgerandi stöðu í þessu máli - hvort snjallbílar megi yfir höfuð keyra á vegunum - þrátt fyrir að þegar hafi ríkið varið 20 milljónum punda til rannsókna á viðfangsefninu.

Næstu skref viðræðnanna voru samkvæmt áætlunum fundargerðanna að ræða við Seðlabankann breska, og fá mat hans á því hvort snjallbifreiðar hefðu jákvæð eða neikvæð áhrif á breska hagkerfið - til að mynda gætu sjálfkeyrandi bílar mögulega haft áhrif á iðgjöld tryggingafyrirtækja.