Leitarvélin Google hefur hafið herferð gegn barnaklámi. Tilgangurinn er að útrýma barnaklámi með því að gera leit að því ómögulega.

Eric Schmidt, stjórnarformaður Google, hefur tilkynnt að að átakinu vinni 200 manna teymi sem hefur hreinsað upp leitarvélina og gert yfir 100 þúsund heiti, sem geta fundið bæði myndir og efni tengt barnaklámi, óvirk. Þessar breytingar munu brátt yfirfærast á meira en 150 tungumál.

Youtube, sem er í eigu Google, hefur einnig hannað leitarvél sem getur greint myndbönd búin til af barnaníðingum. Herferð Google er í samstarfi við Microsoft.

The Guardian segir frá á vef sínum í dag.