Google hefur kynnt nýja sjónvarpsveitu, sem er ætlað að keppa við Apple TV, og heitir Chromecast.

Tækinu er stungið inn í HDMI innstungu og gerir notendum kleift að streyma efni frá snjallsímum, spjaldtölvum og fartölvum. Tækið fer á markað fljótlega í Bandaríkjunum og mun kosta 35 bandaríkjadali, samkvæmt frétt BBC. Það samsvarar 4300 íslenskum krónum.

Þá hefur Google einnig kynnt nýja tegund af Nexus 7 spjaldtölvunni. Það er fyrsta spjaldtölvan sem styðst við nýja tegund af Android.

Chromecast er nýjasta tilraun Google til að hasla sér völl á sjónvarpsmarkaðnum.