Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins segir Google hafa misnotað sterka stöðu sína yfir netverslun og takmarkað samkeppni.

Stöðva heimasíður við að sýna auglýsingar

Sakaði framkvæmdastjórnin jafnframt Google um að hafa stöðvað heimasíður við að sýna auglýsingar frá samkeppnisaðilum netrisans. Jafnframt setti hún aukinn kraft í áður fram komnar ásakanir um að Google hampaði eigin þjónustum í leitarniðurstöðum.

Margrethe Vestager, fulltrúi samkeppnismála í ráðinu segir að Google hafi engan rétt á að takmarka samkeppnisaðila sína. „Google hefur komið fram með margar tækninýjungar sem hafa bætt líf okkar. Það gefur samt sem áður Google ekki heimild til að neita öðrum fyrirtækjum um möguleikann til að keppa og koma fram með nýjar lausnir,“ sagði hún.

Misnotað ráðandi stöðu Androit

Núþegar eru í gangi formlegar ákærur um samkeppnislagabrot, vegna ásakana um að þeir hafi nýtt ráðandi stöðu Androit stýrikerfisins. Er bandaríska fyrirtækið sakað um að setja íþyngjandi kröfur á fyrirtæki sem nota Android og takmarka þannig samkeppni.

„Við trúum því að nýjungar okkar og framleiðsla hafi aukið val neytenda í Evrópu og ýtt undir samkeppni,“ segir talsmaður Google. „Við munum fara yfir nýjar ásakanir framkvæmdastjórnarinnar og koma með ítarlegt svar á næstu vikum.“