Netfyrirtækið Google, sem rekur hina vinsælu leitarvél, varði í gær stefnu sína um gagnaöflun fyrir ráðgjafahóp Evrópusambandins (ESB) sem krafðist þess að fá vita af hverju fyrirtækið varðveitti upplýsingar um perónulega leit einstaklinga í 18 til 24 mánuði. Google sagði að það færi að lögum í einu og öllu, en kvartaði jafnframt undan því hversu óskýr lög og reglur sem vörðuðu friðhelgi einkalífsins væru í Evrópu. Það væri því undir ESB komið að bæta úr því áður en Google myndi breyta stefnu sinni.