Sem hluta af stafrænu átaki hefur Google gert samning við ítölsk stjórnvöld um að setja um 30.000 myndskeið af ítölskum fréttum og heimildarmyndum frá 20. öldinni á netið. Google sem á myndbandaveituna Youtube mun setja sérstaka Youtube stöð undir efnið. Þetta kemur fram í frétt The Guardian um málið.

Á meðal þeirra myndbanda sem verða sett á netið eru áróðusmyndbönd fasistaleiðtogans Benito Mussolini. Stór hluti myndbandanna eru stuttmyndir gerða af Istituto Luce, sem var stofnað árið 1924 og var síðar notað sem áróðurstól Mussolini í ítölskum kvikmyndahúsum.

Í frétt Guardian er haft eftir starfsmanni Googla að samningurinn sé hluti af viðleitni fyrirtækisins til að gera internetið að spegilmynd heimsins. Fyrirtækið hefur meðal annars sett safn Nelson Mandela stafrænt og sett á netið ásamt fleiru sögulegu efni, þar á meðal frá helförinni.