Dómstóll í Frakklandi sýknaði fyrr í dag Google af ákæru um að fyrirtækið hafi komið sér undan 1,12 milljarða evra skattgreiðslu. Eins og Viðskiptablaðið greindi frá í gær snerist málið um það hvort að höfuðstöðvar Google í Evrópu í Dublin ættu að vera skattlagðar eins og fyrirtækið væri einnig með fasta starfstöð í Frakklandi.

Málið kom upp einungis tveimur vikum eftir að Evrópusambandið sektaði Google um 2,42 milljarða evra fyrir brot á samkeppnislögum. Var það niðurstaða dómstóla að Google hefði ekki gerst brotlegir þar sem ekki væri hægt að túlka það sem svo að fyrirtækið væri með fasta starfsstöð í Frakklandi.