Sex alþjóðleg fyrirtæki, þeirra á meðal Google, hafa tilkynnt að þau hafi skrifað undir samning um lagningu nýs sæstrengs yfir Kyrrahafið undir nafninu FASTER. Sæstrengurinn mun tengja Bandaríkin við tvær staðsetningar í Japan. Áætlað er að lagning sæstrengsins muni kosta um 300 milljónir Bandaríkjadala, eða sem nemur tæpum 35 milljörðum íslenskra króna.

Í tilkynningu kemur fram að flutningsgeta strengsins verður í upphafi 60 terabit á sekúndu. Þetta er mesta burðargeta gagnamagns sem nú þekkist á svæðinu. Hann mun tengjast svæðum á vesturströn Bandaríkjanna í kringum borgirnar Los Angeles, San Francisco, Portland og Seattle.

Auk Google koma fyrirtækin China Mobile International, China Telecom Global, Global Transit, KDDI og SingTel að sæstrengnum. The name FASTER was adopted to represent the cable system’s purpose of rapidly serving surging traffic demands.