Google ætlar að láta fólk vita þegar það á í samskiptum við vélar sem er ætlað að virðast vera mennskar. Þetta er gert til að koma í veg fyrir að fólk haldi sig eiga í samskiptum við manneskju þegar það á í raun í samskiptum við hugbúnað. Þetta kemur fram á vef BBC .

Í vikunni sýndi Google fram á hvers raddþjarkurinn Duplex væri megnugur, en hann getur talað við fólk með eigin „röddu.“ Þar tók hann við tímapöntun á hárgreiðslustofu en sýningin var svo mögnuð að eitt tæknitröllanna sem fylgdist með var skelfingu lostið - svo sannfærandi var Duplex.

Í kjölfarið lýsti Google því yfir að fyrirtækið fagnaði þeim umræðum sem hefðu sprottið í kjölfar sýningarinnar, og til að tryggja gagnsæi ætli Google nú ávallt að láta fólk vita þegar það á í samskiptum við raddþjark.